Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2007 | 13:40
Ginseng gegn reykingum....
Í dag er ég búin að vera reyklaus í 41 dag.......hvernig......hef spurt sjálfan mig þeirrar spurningar, hef reynt þó nokkrum sinnum áður síðastliðin 18 ár að hætta að reykja, alltaf vantað uppá viljastyrkinn, bíta á jaxlinn þegar löngunin hellist yfir og heltekur huga manns........það sem vantaði uppá var GINSENG, byrjaði að bryðja ginseng í Desember og stefndi harðákveðin á að hætta á áramótum og svo komu áramótin og nýtt ár byrjaði........og bingó, ekkert mál ég henti hálfum pakka af líkkistunöglum á miðnætti og svo hef ég hægt og sígandi tekist á við löngunina og eftirköstin sem fylgja svona miklum breytingum fyrir líkama og sál, reyndar er löngunin búin að vera sáralítil......en ég finn muninn, allt á uppleið, þol, hreysti og lífshamingja aukast með hverjum deginum og þessi viljastyrkur og ákveðni sem ég finn svo mikið fyrir er vegna ginsengsins sem ég tek núna á hverjum morgni jú og eitt annað er alltaf með pakka af extra tyggjói við hendina það er alveg magnað hvað það hjálpar og svo er maður bara miklu meiri gæji með tyggjó heldur en sígarrettu í kjaftinum. Og svo er það stóra spurningin, hef ég fitnað mikið.......nei, bætt á mig 2kg, en af hverju ætti maður að fitna þegar maður er að bæta þol og hreysti sem gerir það að verkum að maður getur hreyft sig meira........ég blæs á svona hræðslu áróður og ætla að sýna sjálfum mér og öðrum að maður þarf ekkert að fitna frekar en maður kærir sig um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2007 | 13:13
Svona á að taka á málunum........
800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 09:32
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)